Innflutningur blóma mengandi og óþarfur Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. maí 2019 08:00 Árlega eru flutt 300 þúsund afskorin blóm til landsins. vísir/getty Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent