Hringanafnavitleysa Hanna Katrín Friðriksson skrifar 9. maí 2019 07:00 Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara Marzelíus eða Marsellíus. Eða hvað? Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem ritháttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga einhverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marzellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíðastöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnandanum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu. Sem sagt, of gamall til að vera hefð! Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa vitleysu? Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a. að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin nöfnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ef þú ert karlmaður máttu heita Marzelíus eða Marsellíus en ekki Marzellíus. Þar er vísað til mannanafnalaga sem segja að nafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þannig að augljóslega ekki Marzellíus, bara Marzelíus eða Marsellíus. Eða hvað? Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar sem birtist í liðinni viku var nafninu Marzellíus hafnað þar sem ritháttur nafnsins hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nú er orðið hefð örugglega teygjanlegt hugtak í huga einhverra, en engu að síður er það umhugsunarefni að Marzellíus hefur um langt skeið verið nokkuð algengt nafn á Vestfjörðum og Vestfirðir tilheyrðu Íslandi síðast þegar ég vissi. Það muna örugglega fleiri en ég eftir Skipasmíðastöð Marzellíusar sem nefnd var í höfuðið á stofnandanum honum Marzellíusi. Og á Ísafirði býr a.m.k. einn Marzellíus sem fær meira að segja að hafa nafnið sitt svo ritað í Þjóðskrá. En hann var reyndar skírður áður en mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu á grunni mannanafnalaga að það væri ekki hefð fyrir nafninu. Sem sagt, of gamall til að vera hefð! Botnar einhver í þessari vitleysu? Vill einhver þessa vitleysu? Yfirlýst markmið núgildandi mannanafnalaga er m.a. að vinna að varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða. Forsjárhyggja af því tagi sem lögin leiða af sér á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja varðveita íslensk nöfn og nafnahefð, og ekkert bendir til annars en að svo sé, þá gera þeir það sjálfir án valdboðs stjórnvalda. Alþingi er nú með til meðferðar frumvarp Viðreisnar um breytingar á mannanafnalögum þar sem markmiðið er að tryggja rétt einstaklinga til að bera þau nöfn sem þeir kjósa. Í um þúsund ár hafði íslensk þjóð fullt og óskorað frelsi til að nefna börn sín þeim nöfnum sem hún vildi. Þetta frelsi skilaði þeirri nafnahefð sem Alþingi hefur síðustu áratugi talið þörf á að festa í sessi með verulega íþyngjandi hætti fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að treysta fólki aftur fyrir eigin nöfnum?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun