Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 22:53 Donald Trump yngri. AP/Mike Roemer Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Honum verður gert að mæta á fund nefndarinnar, sem haldinn verður fyrir lokuðum dyrum, og svara spurningum þingmanna um fyrri vitnisburði hans á þingi.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar snýr málið sérstaklega að ummælum Trump yngri um viðleitni þeirra feðga til að byggja Trump-turn í Moskvu. Trump yngri hafði sagt þingmönnum í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar að hann hefði lítið vitað af þeim áætlunum. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, sagði hins vegar í febrúar að hann hefði sagt Trump yngri um það bil tíu sinnum frá verkefninu.Washington Post bendir þá á að þingmenn hafi einnig ýjað að því að Trump yngri hafi logið að þingmönnum varðandi hvað faðir hans vissi um umdeildan fund í Trump-turni í New York árið 2016. Þá funduðu þeir Trump yngri; Jared Kushner, tengdasonar forsetans, og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum. Boðað var til fundarins með tölvupóstum þar sem fram kom að rússneskur lögfræðingur væri þarna vegna ætlunar yfirvalda Rússlands að hjálpa Trump eldri að ná kjöri. Lögfræðingurinn, sem heitir Natalia Veselnitskaya, átti samkvæmt fundarboðinu að afhenda framboði Trump gögn sem kæmu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa. Trump yngri tók fundarboðinu fagnandi. „Ef þetta er eins og þú segir, þá elska ég það,“ skrifaði Trump í svari sínu.Mueller íhugaði að ákæra Trump yngri Í skýrslu Mueller kemur fram að engar sannanir hafi fundist um samráð framboðs Trump með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Rannsókn Mueller leiddi þó í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar 2016. Engar sannanir fundust fyrir því að um glæpsamlegt samsæri væri að ræða.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpumSkýrslan og fregnir af samskiptum Trump-liða og útsendara yfirvalda Rússlands, sýnir þó að Trump-liðar vissu af aðgerðum Rússa og tóku þeim fagnandi. Í skýrslu Mueller kemur fram að hann íhugaði að ákæra þá Trump yngri, Jared Kushner og Paul manafort vegna umrædds fundar. Hann hafi þó ákveðið að gera það ekki vegna þess að hann hafi ekki fundið nægilegar sannanir fyrir því að þeir þrír hafi í raun vitað að þeir væru að brjóta lög.Lugu um umfangsefni fundarins Í fyrstu sögðu Trump yngri og starfsmenn föður hans að umræddur fundur hefði ferið um ættleiðingar og ekki kosningarnar. Hann þurfti svo ítrekað að breyta sögu sinni og kom í ljós að Trump eldri samdi yfirlýsinguna um ættleiðingarnar, sem reyndist ósönn. Við rannsókn Mueller sögðu sömu aðilar þó að þeim hefði verið lofað upplýsingum um Clinton en fundurinn hefði að mestu verið um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart rússneskum auðjöfrum og embættismönnum. Trump yngri hefur einnig sagt að faðir hans hafi ekki vitað af þeim fundi fyrirfram og hann hafi aldrei sagt honum frá fundinum. Í skýrslu Robert Mueller um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu kemur þó fram að Cohen sagði rannsakendum að hann myndi eftir því að hafa verið á skrifstofu Trump eldri þegar sonur hans sagði honum frá fundinum. Cohen sagði að miðað við samtalið hafi þeir rætt fundinn áður. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. 18. janúar 2019 21:48 Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. 8. janúar 2019 16:05 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Honum verður gert að mæta á fund nefndarinnar, sem haldinn verður fyrir lokuðum dyrum, og svara spurningum þingmanna um fyrri vitnisburði hans á þingi.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar snýr málið sérstaklega að ummælum Trump yngri um viðleitni þeirra feðga til að byggja Trump-turn í Moskvu. Trump yngri hafði sagt þingmönnum í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar að hann hefði lítið vitað af þeim áætlunum. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, sagði hins vegar í febrúar að hann hefði sagt Trump yngri um það bil tíu sinnum frá verkefninu.Washington Post bendir þá á að þingmenn hafi einnig ýjað að því að Trump yngri hafi logið að þingmönnum varðandi hvað faðir hans vissi um umdeildan fund í Trump-turni í New York árið 2016. Þá funduðu þeir Trump yngri; Jared Kushner, tengdasonar forsetans, og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum. Boðað var til fundarins með tölvupóstum þar sem fram kom að rússneskur lögfræðingur væri þarna vegna ætlunar yfirvalda Rússlands að hjálpa Trump eldri að ná kjöri. Lögfræðingurinn, sem heitir Natalia Veselnitskaya, átti samkvæmt fundarboðinu að afhenda framboði Trump gögn sem kæmu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa. Trump yngri tók fundarboðinu fagnandi. „Ef þetta er eins og þú segir, þá elska ég það,“ skrifaði Trump í svari sínu.Mueller íhugaði að ákæra Trump yngri Í skýrslu Mueller kemur fram að engar sannanir hafi fundist um samráð framboðs Trump með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Rannsókn Mueller leiddi þó í ljós fjölda samskipta á milli kosningaráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar 2016. Engar sannanir fundust fyrir því að um glæpsamlegt samsæri væri að ræða.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpumSkýrslan og fregnir af samskiptum Trump-liða og útsendara yfirvalda Rússlands, sýnir þó að Trump-liðar vissu af aðgerðum Rússa og tóku þeim fagnandi. Í skýrslu Mueller kemur fram að hann íhugaði að ákæra þá Trump yngri, Jared Kushner og Paul manafort vegna umrædds fundar. Hann hafi þó ákveðið að gera það ekki vegna þess að hann hafi ekki fundið nægilegar sannanir fyrir því að þeir þrír hafi í raun vitað að þeir væru að brjóta lög.Lugu um umfangsefni fundarins Í fyrstu sögðu Trump yngri og starfsmenn föður hans að umræddur fundur hefði ferið um ættleiðingar og ekki kosningarnar. Hann þurfti svo ítrekað að breyta sögu sinni og kom í ljós að Trump eldri samdi yfirlýsinguna um ættleiðingarnar, sem reyndist ósönn. Við rannsókn Mueller sögðu sömu aðilar þó að þeim hefði verið lofað upplýsingum um Clinton en fundurinn hefði að mestu verið um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart rússneskum auðjöfrum og embættismönnum. Trump yngri hefur einnig sagt að faðir hans hafi ekki vitað af þeim fundi fyrirfram og hann hafi aldrei sagt honum frá fundinum. Í skýrslu Robert Mueller um niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu kemur þó fram að Cohen sagði rannsakendum að hann myndi eftir því að hafa verið á skrifstofu Trump eldri þegar sonur hans sagði honum frá fundinum. Cohen sagði að miðað við samtalið hafi þeir rætt fundinn áður.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. 18. janúar 2019 21:48 Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. 8. janúar 2019 16:05 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. 18. janúar 2019 21:48
Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. 8. janúar 2019 16:05
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00