Minnst sjö skotnir í skóla í Colorado Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 23:04 Gífurlegur viðbúnaður var á vettvangi. AP/David Zalubowski Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira