Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 19:20 Söngvararnir tveir fyrir fyrstu æfingu sveitarinnar í Ísrael í gær. Andreas Putting/EBU Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“