Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 19:20 Söngvararnir tveir fyrir fyrstu æfingu sveitarinnar í Ísrael í gær. Andreas Putting/EBU Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57