Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 15:12 Bakarinn starfaði í verslun Ikea í Garðabæ Fréttablaðið/Ernir Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16