Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 10:36 Jair Bolsonaro er ekki vinsæll meðal náttúruverndar- og mannréttindasinna. Andre Coelho/Getty Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Bandaríkin Brasilía Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði.
Bandaríkin Brasilía Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira