Ömurlegur kumbaldi sem skyggir á Viðey Ari Brynjólfsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Í deiliskipulagi má byggingin vera 35 metra há. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Starfsfólk skrifstofuhúsnæðis í Sundaborg sem snýr að Viðey við Sundahöfn eru ósáttir við nýtt vöruhús sem er nú í smíðum við hafnarbakkann. Goði Sveinsson, sem rekur fyrirtæki sem snýr að vöruhúsinu, segir alla sem hann tali við um málið eiga það sameiginlegt að hafa óbeit á byggingunni, hún sé of há, falli ekki vel að umhverfinu og skyggi á útsýnið til Viðeyjar. „Það er verið að taka útsýnið yfir þessa fallegu perlu sem Viðey er. Og líka hluta af Esjunni. Þetta er með ólíkindum,“ segir Goði. Vöruhúsið sem um ræðir er í Korngörðum 3 og er í eigu Dalsness ehf. sem rekur meðal annars heildverslunina Innnes. Fullbyggt mun það sameina starfsemi Innness undir einu þaki. Um er að ræða hátæknivöruhús með búnaði sem er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Goði er ekki einn um skoðanir sínar á vöruhúsinu. Hálfdán Örlygsson tekur í sama streng. „Þetta er bara umhverfisslys. Við vorum með svo frábært útsýni yfir Viðey. Turninn við hliðina á þessu slapp alveg, en þetta er allt annað,“ segir Hálfdán. „Það má ekki gleyma því að náttúran er hluti af borginni, hún skiptir máli.“ Samkvæmt deiliskipulagi frá 2006 var gert ráð fyrir 26 metra háu húsi á lóðinni. Deiliskipulaginu var breytt í borgarráði haustið 2016, fór þá hámarkshæð hússins í 35 metra. Höfðu þeir sem töldu sig hafa hagsmuna að gæta frest til lok árs 2016 til að skila inn athugasemdum. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi í Reykjavík, segir ekkert hægt að gera á þessum tímapunkti nema fara í langt og erfitt lögfræðiferli þar sem sýna þurfi fram á tjón. Deiliskipulagið hafi verið samþykkt fyrir tveimur árum. „Þetta var grenndarkynnt, það var sent bréf í Korngarða 1 og Skarfagarða 2 þar sem vakin var athygli á þessum breytingum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar,“ segir Björn. Um er að ræða vöruhús Elko og Banana sem liggja að lóð Korngarða 3. „Við mátum svo að þau höfðu einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þessu húsi. Þeir fengu bréf, síðan rann þetta út og skipulagið var samþykkt athugasemdalaust.“ Steiney Halldórsdóttir sér bygginguna þegar hún lítur út um skrifstofugluggann, hún er mjög harðorð í garð byggingarinnar. „Þetta er ömurlegur kumbaldi. Viðbjóðslegur. Við vissum ekki af þessu fyrr en þetta var komið upp, þetta var ekkert kynnt fyrir okkur.“ Ingimar Tómas Ísaksson saknar þess að sjá Viðeyjarstofu. „Við sáum fyrst súlur og grindina rísa, nú kemur þetta í veg fyrir að við sjáum Viðeyjarstofu. Ég er hissa á að þetta sé leyft,“ segir Ingimar og lítur út um gluggann. „Þetta er hvimleitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent