Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 15:03 Björgvin Karl Guðmundsson er talinn sigurstranglegastur í karlaflokki á mótinu. Vísir/Daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð. CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. Björgvin hljóp upp að Steini á tæplega 28 mínútum sem óhætt er að segja að sé flottur tími. Raunar hans besti en hans besti tími var tæplega 30 mínútur. Þuríður Erla var tæplega 32 mínútur með vegalengdina. Í karlaflokki var einn annar Íslendingur meðal 10 efstu. Það var Hinrik Ingi Óskarsson sem var 28:32 mínútur að Steini. Í kvennaflokki voru alls þrjár konur meðal þeirra efstu; fyrrnefnd Þuríður, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem var 32:48 mínútur og Sandra Hrönn Arnardóttir sem hljóp upp að Steini á 34:06 mínútum. Í töflunni hér að neðan má sjá bestu tíma dagsins.Í ítarlegri umfjöllun Vísis í vikunni um Esjuhlaup kom fram að besti tíminn sem vitað er af, lengri leiðina upp að Steini sem hlaupin var í dag, sé 25 mínútur og 22 sekúndur. Utanvegahlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti met í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrra þegar hann hljóp ellefu sinnum upp Esjuna á 9 klukkustundum og 39 mínútum, tjáði Vísi að hann ætti von á að einhverjir keppendur myndu sprengja sig. Hann átti ekki von á að CrossFit-keppendur myndu bæta bestu tíma hlaupara upp að Steini. CrossFit-keppendur væru margir hverjir í fantaformi og góðir í mörgu, en þó þyngri heldur en hefðbundnir hlauparar. „Stórir vöðvar taka súrefni og það er svolítill flöskuháls í þessu. En það verður gaman að fylgjast með þessu. Það verða einhverjir þarna mjög hraðir, ég gæti trúað því, en ég held að ansi margir sprengi sig þarna, drepi sig gjörsamlega.“ Keppni verður framhaldið síðdegis í Laugardalshöll klukkan sex en dyrnar á Laugardalshöll verða opnaðar klukkan fjögur. Streymt verður beint frá keppninni á Facebook-síðu hennar.Fréttin hefur verið uppfærð.
CrossFit Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13 Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50
Hakkarar og svindlarar herja á Reykjavík CrossFit-mótið Svo virðist sem hakkarar reyni að hafa upp á kortaupplýsingum fólks í tengslum við Reykjavík Crossfit Championship mótið sem hefst í höfuðborginni í dag. 3. maí 2019 12:13
Biðjast afsökunar á straumleysinu frá Esjunni Forsvarsmenn Reykjavík Crossfit Championship harma að ekki hafi tekist að sýna beint frá Esjuhlaupinu, fyrstu grein mótsins, sem fram fór í hádeginu. 3. maí 2019 13:32
Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30