Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 11:01 Sólsetrið á Mars eins og það hefði komið mönnum fyrir sjónir með berum augum 25. apríl. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com. Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Bandaríska geimfarið Insight fangaði myndir af sólinni setjast og rísa á reikistjörnunni Mars í síðustu viku. Nokkurs konar hefð hefur skapast fyrir því að geimför bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA smelli af myndum af sólsetri og sólarupprás. Insight lenti á Mars í nóvember en geimfarinu er ætlað að rannsaka innviði rauðu reikistjörnunnar. Um borð er fyrsti jarðskjálftamælirinn sem sendur hefur verið til Mars. Ætlunin er að kortleggja innra byrði reikistjörnunnar með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt. Eftir að mörgum meginverkefnum geimfarsins var lokið í síðustu viku ákváðu stjórnendur þess að beina myndavél á hreyfanlegum armi þess að sjóndeildarhringnum. Myndirnar voru teknar 24. og 25. apríl þegar klukkan var 5:30 að morgni á tíma reikistjörnunnar og aftur þrettán klukkustundum síðar, að því er segir í tilkynningu Jet Propulsion Lab NASA sem stýrir leiðangrinum.Sólarupprásin á Mars eins og hún kom fyrir sjónir Insight. Myndin hefur verið litaleiðrétt til að hún líkist sem mest því sem menn sæju.NASA/JPL-CaltechStærð sólarinnar á himninum á Mars er um tveir þriðju af stærðinni á jörðinni enda er Mars tæpum áttatíu milljón kílómetrum lengra frá sólinni en jörðin. Myndirnar sem NASA birti af sólsetrinu og sólarupprásinni voru bæði óunnar og unnar. Þær unnu eiga líkjast því sem menn sæju með berum augum á Mars. Fyrri Marsför NASA hafa tekið sambærilegar myndir, þar á meðal könnunarjepparnir Spirit, Opportunity og Curiosity, að sögn Space.com.
Geimurinn Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00 Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. 21. nóvember 2018 23:00
Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09
InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44