Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 08:56 Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32