Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 2. maí 2019 22:32 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38