Þingforsetinn sakar Barr um lygar Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2019 20:04 Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. Pelosi lét orðin falla degi eftir að Barr mætti fyrir þingnefnd öldungadeildar til að ræða skýrslu sérstaka rannsakandans Robert Mueller um afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Barr hefur sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að hreinsa Donald Trump Bandaríkjaforseta af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Barr neitaði að mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar í dag, en Demókratar eru með meirihluta þar. „Hann laug að fulltrúadeild þingsins. Ef einhver annar myndi gera það yrði það álitið vera glæpur,“ sagði Pelosi á þinginu í dag. „Enginn er hafinn yfir lögin.“Nobody is above the law – especially not the attorney general. AG Barr’s decision to lie to Congress is deadly serious. #NoOneAboveTheLawpic.twitter.com/TR9ogGh2n6 — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 2, 2019Pelosi vísaði þar í orð Barr þegar hann sagðist ekki vera kunnugt um umkvartanir Mueller um fjögurra síðna samantekt Barr á 400 síðna skýrslu Mueller. Mueller hafði áður ritað Barr bréf þar sem hann sagði samantekt Barr hafa skort „samhengi“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Erlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði í dag dómsmálaráðherrann William Barr um að ljúga að bandarískum þingheimi. Pelosi lét orðin falla degi eftir að Barr mætti fyrir þingnefnd öldungadeildar til að ræða skýrslu sérstaka rannsakandans Robert Mueller um afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Barr hefur sætt harðri gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar að hreinsa Donald Trump Bandaríkjaforseta af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Barr neitaði að mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar í dag, en Demókratar eru með meirihluta þar. „Hann laug að fulltrúadeild þingsins. Ef einhver annar myndi gera það yrði það álitið vera glæpur,“ sagði Pelosi á þinginu í dag. „Enginn er hafinn yfir lögin.“Nobody is above the law – especially not the attorney general. AG Barr’s decision to lie to Congress is deadly serious. #NoOneAboveTheLawpic.twitter.com/TR9ogGh2n6 — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 2, 2019Pelosi vísaði þar í orð Barr þegar hann sagðist ekki vera kunnugt um umkvartanir Mueller um fjögurra síðna samantekt Barr á 400 síðna skýrslu Mueller. Mueller hafði áður ritað Barr bréf þar sem hann sagði samantekt Barr hafa skort „samhengi“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Erlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00