Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:57 Ágúst Ólafur Ólafsson þingmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“ Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05