Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:38 Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. Gísli særðist í þeim átökum en Gunnar segir að það hafi aldrei verið hans ásetningur að valda bróður sínum skaða. Þetta segir Vidar Zahl Arntzen, verjandi Gunnars, í samtali við Vísi. Hann segir Gunnar hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni í sex klukkutíma í gær. Þar sagði hann frá því sem gerst hafði daginn áður, um kvöldið, um nóttina og morguninn eftir að Gísli dó. „Hans frásögn af atburðarásinni liggur fyrir svo ég held að það muni líða nokkrir dagar, jafnvel margir dagar, kannski vika, tvær vikur, þar til hann verður yfirheyrður næst. Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst, lögreglan stýrir því hvenær yfirheyrslur fara fram, en mín tilfinning er sú að það sé dálítið í það að Gunnar verði yfirheyrður aftur,“ segir Arntzen.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi þar sem bræðurnir bjuggu báðir.Nordicphotos/GettySegir að Gunnar hafi reynt að sækja hjálp Hann segir Gunnar mjög brotinn mann og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Þá segir Arntzen Gunnar muna vel eftir því sem gerðist. „Hann man mjög vel eftir því sem gerðist, daginn áður, um kvöldið, nóttina og morguninn eftir. Allar þessar klukkustundir skipta máli, hann man þetta skýrt og man öll grundvallaratriðin. Hann hefur lýst því sem gerðist í tímaröð fyrir lögreglu og hvernig hann man þennan hræðilega atburð.“ Arntzen segir það staðreynd að Gunnar hafi farið að hitta bróður sinn en hann hafi ekki farið heim til Gísla til þess að vinna honum mein. „En það sló í brýnu á milli þeirra í íbúðinni og bróðir Gunnars særðist í þeim átökum. Gunnar reyndi svo að ná í hjálp en við vitum öll hvernig þessu lauk. Í þessu samhengi, hann fór ekki til bróður síns til þess að valda honum skaða, en bróðir hans særðist engu að síður, þá lýsir hann sig saklausan af ásökun um morð,“ segir Arntzen spurður út í afstöðu skjólstæðings síns til sakarefnisins.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend/Heiða ÞórðarEnginn vafi á að Gunnar var á staðnum og enginn vafi á að það var hleypt af skoti Hann segist ekki geta farið nánar út í það hvernig Gunnar sótti hjálp, hvort hann hafi hringt sjálfur á lögreglu og/eða sjúkralið, þar sem það sé enn verið að rannsaka þann þátt málsins, meðal annars með því að ræða við vitni. Þá kveðst Arntzen heldur ekki geta farið út í tímaramma atburðarásarinnar að neinu leyti, tímaramminn liggi að vissu leyti fyrir, en hann segist ekki geta svarað því til dæmis hvenær Gunnar kom heim til bróður síns þar sem það sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Spurður út í það hvort að Gunnar hafi játað að hafa skotið úr byssunni sem hleypt var af heima hjá Gísla segir Arntzen: „Það er eitt meginviðfangsefni lögreglurannsóknarinnar að komast að því hvað gerðist nákvæmlega með þetta byssuskot. Það er enginn vafi á því að Gunnar var þarna og það er enginn vafi á því að það var hleypt af að minnsta kosti einu skoti. En það var ekki ásetningur Gunnars. Hann segir að þetta hafi verið hræðilegt, sorglegt slys.“Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.TV2/Christoffer Robin JensenUm 40 vitni verið yfirheyrð Gunnar og hinn Íslendingurinn, vinur bræðranna sem einnig er í haldi, grunaður um aðild að málinu, voru handteknir í þorpinu Gamvik sem er skammt frá Mehamn. Komið hefur fram að um hálftíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um að maður hefði verið skotinn í húsi í miðbæ Mehamn, eða um klukkan sex um morguninn, barst tilkynning um að bíll hefði farið út af í Gamvik. Þaðan var hringt á lögregluna og voru Gunnar og hinn Íslendingurinn handteknir skömmu síðar í Gamvik. Aðspurður hvort að Gunnar og hinn Íslendingurinn hafi farið akandi frá Mehamn til Gamvik vill Arntzen ekki fara nánar út í það. Í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Telur lögreglan að atburðarásin sé að skýrast en um 40 vitni hafa verið yfirheyrð. Gunnar situr í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi en hinn Íslendingurinn var úrskurðaður í vikulangt varðhald. Hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu en segist hafa verið með Gunnari í fimm klukkustundir eftir morðið. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og voru báðir búsettir í Mehamn. Kærasta Gísla Þórs, sem einnig er búsett í Mehamn og hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla til Íslands, er barnsmóðir Gunnars. Hún og Gunnar slitu samvistum fyrir um tveimur árum. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. Gísli særðist í þeim átökum en Gunnar segir að það hafi aldrei verið hans ásetningur að valda bróður sínum skaða. Þetta segir Vidar Zahl Arntzen, verjandi Gunnars, í samtali við Vísi. Hann segir Gunnar hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni í sex klukkutíma í gær. Þar sagði hann frá því sem gerst hafði daginn áður, um kvöldið, um nóttina og morguninn eftir að Gísli dó. „Hans frásögn af atburðarásinni liggur fyrir svo ég held að það muni líða nokkrir dagar, jafnvel margir dagar, kannski vika, tvær vikur, þar til hann verður yfirheyrður næst. Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst, lögreglan stýrir því hvenær yfirheyrslur fara fram, en mín tilfinning er sú að það sé dálítið í það að Gunnar verði yfirheyrður aftur,“ segir Arntzen.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi þar sem bræðurnir bjuggu báðir.Nordicphotos/GettySegir að Gunnar hafi reynt að sækja hjálp Hann segir Gunnar mjög brotinn mann og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Þá segir Arntzen Gunnar muna vel eftir því sem gerðist. „Hann man mjög vel eftir því sem gerðist, daginn áður, um kvöldið, nóttina og morguninn eftir. Allar þessar klukkustundir skipta máli, hann man þetta skýrt og man öll grundvallaratriðin. Hann hefur lýst því sem gerðist í tímaröð fyrir lögreglu og hvernig hann man þennan hræðilega atburð.“ Arntzen segir það staðreynd að Gunnar hafi farið að hitta bróður sinn en hann hafi ekki farið heim til Gísla til þess að vinna honum mein. „En það sló í brýnu á milli þeirra í íbúðinni og bróðir Gunnars særðist í þeim átökum. Gunnar reyndi svo að ná í hjálp en við vitum öll hvernig þessu lauk. Í þessu samhengi, hann fór ekki til bróður síns til þess að valda honum skaða, en bróðir hans særðist engu að síður, þá lýsir hann sig saklausan af ásökun um morð,“ segir Arntzen spurður út í afstöðu skjólstæðings síns til sakarefnisins.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend/Heiða ÞórðarEnginn vafi á að Gunnar var á staðnum og enginn vafi á að það var hleypt af skoti Hann segist ekki geta farið nánar út í það hvernig Gunnar sótti hjálp, hvort hann hafi hringt sjálfur á lögreglu og/eða sjúkralið, þar sem það sé enn verið að rannsaka þann þátt málsins, meðal annars með því að ræða við vitni. Þá kveðst Arntzen heldur ekki geta farið út í tímaramma atburðarásarinnar að neinu leyti, tímaramminn liggi að vissu leyti fyrir, en hann segist ekki geta svarað því til dæmis hvenær Gunnar kom heim til bróður síns þar sem það sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Spurður út í það hvort að Gunnar hafi játað að hafa skotið úr byssunni sem hleypt var af heima hjá Gísla segir Arntzen: „Það er eitt meginviðfangsefni lögreglurannsóknarinnar að komast að því hvað gerðist nákvæmlega með þetta byssuskot. Það er enginn vafi á því að Gunnar var þarna og það er enginn vafi á því að það var hleypt af að minnsta kosti einu skoti. En það var ekki ásetningur Gunnars. Hann segir að þetta hafi verið hræðilegt, sorglegt slys.“Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.TV2/Christoffer Robin JensenUm 40 vitni verið yfirheyrð Gunnar og hinn Íslendingurinn, vinur bræðranna sem einnig er í haldi, grunaður um aðild að málinu, voru handteknir í þorpinu Gamvik sem er skammt frá Mehamn. Komið hefur fram að um hálftíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um að maður hefði verið skotinn í húsi í miðbæ Mehamn, eða um klukkan sex um morguninn, barst tilkynning um að bíll hefði farið út af í Gamvik. Þaðan var hringt á lögregluna og voru Gunnar og hinn Íslendingurinn handteknir skömmu síðar í Gamvik. Aðspurður hvort að Gunnar og hinn Íslendingurinn hafi farið akandi frá Mehamn til Gamvik vill Arntzen ekki fara nánar út í það. Í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Telur lögreglan að atburðarásin sé að skýrast en um 40 vitni hafa verið yfirheyrð. Gunnar situr í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi en hinn Íslendingurinn var úrskurðaður í vikulangt varðhald. Hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu en segist hafa verið með Gunnari í fimm klukkustundir eftir morðið. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og voru báðir búsettir í Mehamn. Kærasta Gísla Þórs, sem einnig er búsett í Mehamn og hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla til Íslands, er barnsmóðir Gunnars. Hún og Gunnar slitu samvistum fyrir um tveimur árum.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira