Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 12:31 Frá Mehamn, nyrstu byggð Noregs. Nordicphotos/Getty Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira