Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 12:03 Signý Magnúsdóttir og Þórhallur Gunnarsson hefja störf hjá Sýn á næstu vikum Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla, en undir Miðla heyra m.a. fjölmiðlarnir Stöð 2, Stöð 2 sport og útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og Xið977 auk Vísis. Signý tekur til starfa þann 1. júní næstkomandi en Þórhallur 22. maí. Í tilkynningu frá Sýn til Kauphallarinnar er drepið á ferli þeirra beggja. Þar segir meðal annars að Signý Magnúsdóttir hafi lokið meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands árið 2007 og hafi hlotið löggildingu til endurskoðunar árið 2011. Signý hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og varð meðeigandi á endurskoðunarsviði félagsins árið 2013. Hjá Deloitte sinnti Signý einna helst endurskoðun og ráðgjöf á sviði reikningsskila fyrir meðalstór og stór fyrirtæki, þar á meðal skráð fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Signý er yfirmaður reikningsskilaþjónustu Deloitte ásamt því að vera í forsvari fyrir líftækni- og heilbrigðishóp Deloitte. Signý situr í Reikningsskilaráði. Þá er Þórhallur Gunnarsson með meistaragráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths, University of London og hefur undanfarin 6 ár verið framkvæmdastjóri sjónvarps og kvikmyndadeildar Sagafilm. Þar áður var hann dagskrárstjóri RÚV, ritstjóri Kastljóss, auk þess sem hann hefur stýrt fjölmörgum sjónvarpsþáttum af öllu tagi, m.a. Íslandi í dag á Stöð 2. Þórhallur hefur átt sæti í framkvæmdastjórn RÚV og stjórn Sagafilm. Hann hefur undanfarin ár verið framleiðandi margra stærstu sjónvarpsþátta á Íslandi, hvort sem um er að ræða leiknar sjónvarpsþáttaseríur, heimildarmyndir, fræðsluefni eða skemmtiþætti. Þórhallur kennir einnig miðlun upplýsinga við MBA nám Háskóla Íslands. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla, en undir Miðla heyra m.a. fjölmiðlarnir Stöð 2, Stöð 2 sport og útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og Xið977 auk Vísis. Signý tekur til starfa þann 1. júní næstkomandi en Þórhallur 22. maí. Í tilkynningu frá Sýn til Kauphallarinnar er drepið á ferli þeirra beggja. Þar segir meðal annars að Signý Magnúsdóttir hafi lokið meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun við Háskóla Íslands árið 2007 og hafi hlotið löggildingu til endurskoðunar árið 2011. Signý hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og varð meðeigandi á endurskoðunarsviði félagsins árið 2013. Hjá Deloitte sinnti Signý einna helst endurskoðun og ráðgjöf á sviði reikningsskila fyrir meðalstór og stór fyrirtæki, þar á meðal skráð fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Signý er yfirmaður reikningsskilaþjónustu Deloitte ásamt því að vera í forsvari fyrir líftækni- og heilbrigðishóp Deloitte. Signý situr í Reikningsskilaráði. Þá er Þórhallur Gunnarsson með meistaragráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths, University of London og hefur undanfarin 6 ár verið framkvæmdastjóri sjónvarps og kvikmyndadeildar Sagafilm. Þar áður var hann dagskrárstjóri RÚV, ritstjóri Kastljóss, auk þess sem hann hefur stýrt fjölmörgum sjónvarpsþáttum af öllu tagi, m.a. Íslandi í dag á Stöð 2. Þórhallur hefur átt sæti í framkvæmdastjórn RÚV og stjórn Sagafilm. Hann hefur undanfarin ár verið framleiðandi margra stærstu sjónvarpsþátta á Íslandi, hvort sem um er að ræða leiknar sjónvarpsþáttaseríur, heimildarmyndir, fræðsluefni eða skemmtiþætti. Þórhallur kennir einnig miðlun upplýsinga við MBA nám Háskóla Íslands. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira