Klárum verkið Ingimundur Gíslason skrifar 2. maí 2019 07:00 Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Sjá meira
Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar