Sambýliskona Gísla þakklát fyrir allan stuðninginn Birgir Olgeirsson skrifar 1. maí 2019 20:15 Gísli Þór Þórarinsson. Aðsend/Heiða Þórðar Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01
Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50