Á Vegagerðin að eiga rúturnar? Orri Hauksson skrifar 1. maí 2019 07:30 Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun