Traust fjármálastjórn og betri þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 1. maí 2019 08:30 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun