Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 12:55 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/Kolbeinn Tumi Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent