Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 00:36 Dansarar Hatara þau Ástrós Guðjónsdóttir, Andrean Sigurgeirsson og Sólbjört Sigurðardóttir. Vísir/Kolbeinn Tumi Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina. Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina.
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira