Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 23:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir Eyjólfsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira