Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2019 20:00 Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira