Læknir á vettvangi rútuslyssins: „Þetta var ekki fögur sýn“ Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. maí 2019 23:09 Elín Freyja Hauksdóttir, læknir, á slysstað í dag. Vísir/Jóhann K. Töluvert var um skurði og svöðusár hjá kínversku ferðamönnunum sem voru farþegar rútunnar sem valt á hliðina í Öræfum í dag. Læknir frá Höfn í Hornafirði segir að fólk hafi slasast þegar það dróst eftir malbikinu eða jarðvegi og fögur sýn hafi ekki blasað við á vettvangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir engan í lífshættu. Fjórir slösuðust alvarlega þegar rúta með 32 kínverska ferðamenn valt á Suðurlandsvegi nærri Hofi í Öræfum um klukkan 15:00 í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með þá alvarlega slösuðu á Landspítalann í Fossvogi í og var komin þangað um klukkan hálf sjö í kvöld. Ákveðið var að senda þrjá til viðbótar til Reykjavíkur. Aðrir voru ýmist fluttir til aðhlynningar á Selfossi eða Akureyri. Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Höfn í Hornafirði, var á meðal viðbragðsaðila sem fóru á slysstað í dag. Hún segir að fólkið í rútunni hafi slasast töluvert. „Það var mikið af lemstruðu fólki. Mjög mikið um óhreinindi í sárum. Mikið af skurðum og svöðusárum þar sem fólk hafði dregist eftir malbiki eða eftir jarðveginum. Mikið af útlimasárum og höfuðblæðingum. Þannig að þetta var ekki fögur sýn,“ segir Elín Freyja. Undir það tekur Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Aðkoman hafi verið óþægileg. Stærsti hluti fólksins í rútunni hafi þó verið lítið slasaður. Honum skiljist að enginn þeirra sem slösuðust séu í lífshættu.Nokkur alvarleg umferðarslys hafa átt sér stað á Suðurlandi undanfarin misseri, þar á meðal í desember þegar tvær konur og ellefu mánaða gömul stúlka létust þegar jeppi þeirra steyptist fram af brúnni yfir Núpsvötn. Elín Freyja segir að auka þurfi umferðaröryggi á svæðinu. Það hafi verið að gerast smátt og smátt en meira þurfi til. Spurð að því hvort nauðsynlegt sé að efla bráðaþjónustu á Suðurlandi í ljósi fjölda ferðafólks sem fer þar um segir hún að horft hafi verið til þess að hafa að minnsta kosti sjúkraflutningamann eða hjúkrunarfræðing í Skaftafelli þar sem þúsundir manna koma daglega. „Hér er næstum hundrað kílómetrar á Höfn og hundrað kílómetrar í Klaustur þannig að við erum langt frá næstu björgun,“ segir hún. Vel gekk að greina fólk og vinna úr málum í slysinu í dag. Elín Freyja segir að því miður séu viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir í þó nokkra æfingu. „Þetta er farið að ganga mjög smurt hjá okkur. Leiðinlegt að segja það en svoleiðis er það að hópurinn er orðinn mjög þéttur á öllu Suðurlandi, vinnu vel saman og þetta gengur mjög vel,“ segir hún. Sveinn Kristján segir lögreglu- og sjúkralið á Suðurlandi sé fámennt og alltaf þurfi að nota sama fólkið í útköll af þessu tagi. „Hér verður að fara að fjölga viðbragðsaðilum,“ segir hann.Rútan valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvernig slysið bar að.Vísir/Jóhann K. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir kínverskumælandi fólki Nokkrir þeirra kínversku ferðamanna sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16. maí 2019 21:05 Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. 16. maí 2019 20:28 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Töluvert var um skurði og svöðusár hjá kínversku ferðamönnunum sem voru farþegar rútunnar sem valt á hliðina í Öræfum í dag. Læknir frá Höfn í Hornafirði segir að fólk hafi slasast þegar það dróst eftir malbikinu eða jarðvegi og fögur sýn hafi ekki blasað við á vettvangi. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir engan í lífshættu. Fjórir slösuðust alvarlega þegar rúta með 32 kínverska ferðamenn valt á Suðurlandsvegi nærri Hofi í Öræfum um klukkan 15:00 í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með þá alvarlega slösuðu á Landspítalann í Fossvogi í og var komin þangað um klukkan hálf sjö í kvöld. Ákveðið var að senda þrjá til viðbótar til Reykjavíkur. Aðrir voru ýmist fluttir til aðhlynningar á Selfossi eða Akureyri. Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Höfn í Hornafirði, var á meðal viðbragðsaðila sem fóru á slysstað í dag. Hún segir að fólkið í rútunni hafi slasast töluvert. „Það var mikið af lemstruðu fólki. Mjög mikið um óhreinindi í sárum. Mikið af skurðum og svöðusárum þar sem fólk hafði dregist eftir malbiki eða eftir jarðveginum. Mikið af útlimasárum og höfuðblæðingum. Þannig að þetta var ekki fögur sýn,“ segir Elín Freyja. Undir það tekur Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Aðkoman hafi verið óþægileg. Stærsti hluti fólksins í rútunni hafi þó verið lítið slasaður. Honum skiljist að enginn þeirra sem slösuðust séu í lífshættu.Nokkur alvarleg umferðarslys hafa átt sér stað á Suðurlandi undanfarin misseri, þar á meðal í desember þegar tvær konur og ellefu mánaða gömul stúlka létust þegar jeppi þeirra steyptist fram af brúnni yfir Núpsvötn. Elín Freyja segir að auka þurfi umferðaröryggi á svæðinu. Það hafi verið að gerast smátt og smátt en meira þurfi til. Spurð að því hvort nauðsynlegt sé að efla bráðaþjónustu á Suðurlandi í ljósi fjölda ferðafólks sem fer þar um segir hún að horft hafi verið til þess að hafa að minnsta kosti sjúkraflutningamann eða hjúkrunarfræðing í Skaftafelli þar sem þúsundir manna koma daglega. „Hér er næstum hundrað kílómetrar á Höfn og hundrað kílómetrar í Klaustur þannig að við erum langt frá næstu björgun,“ segir hún. Vel gekk að greina fólk og vinna úr málum í slysinu í dag. Elín Freyja segir að því miður séu viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir í þó nokkra æfingu. „Þetta er farið að ganga mjög smurt hjá okkur. Leiðinlegt að segja það en svoleiðis er það að hópurinn er orðinn mjög þéttur á öllu Suðurlandi, vinnu vel saman og þetta gengur mjög vel,“ segir hún. Sveinn Kristján segir lögreglu- og sjúkralið á Suðurlandi sé fámennt og alltaf þurfi að nota sama fólkið í útköll af þessu tagi. „Hér verður að fara að fjölga viðbragðsaðilum,“ segir hann.Rútan valt á hliðina. Ekki liggur fyrir hvernig slysið bar að.Vísir/Jóhann K.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir kínverskumælandi fólki Nokkrir þeirra kínversku ferðamanna sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16. maí 2019 21:05 Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. 16. maí 2019 20:28 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir kínverskumælandi fólki Nokkrir þeirra kínversku ferðamanna sem slösuðust í rútuslysinu í Öræfum voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. 16. maí 2019 21:05
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni sem valt á Suðurlandsvegi lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. 16. maí 2019 20:28
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01