Afturelding áfram í bikarnum eftir dramatík í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:48 Mjólkurbikarinn. Vísir/E. Stefán Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira