Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs verði metin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30