Hugleiðing um ellina, dauðann og lífið Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 15. maí 2019 13:17 Það gerast engin undur þótt gamalmenni deyi, það gerist ekki neitt, þótt fölnað laufblað falli, þótt feigðarinnar kalli sé gegnt af gamalmennum. Þau gleymast yfirleitt.Svo orti skáldið Kristján frá Djúpalæk, mögulega kringum miðja síðustu öld. Þá þýddi hugtakið „gamalmenni“ 70 ára og eldri. Í dag dettur engum í hug að kalla sig gamalmenni sjötuga manneskju, enda búast flestir við að lifa miklu lengur. Í hinni „fögru nýju veröld“ sem við teljum okkur lifa í gera sömuleiðis flestir ráð fyrir því að halda góðri heilsu, hafa þokkalegar tekjur og að geta almennt „notið elliáranna“. Ef menn leiða huga að eigin dauðdaga er það oftast á þeim nótum að látast skyndilega, t.d. við uppáhaldsiðju af einhverjum toga, ellegar eftir (ör)stutt veikindi, „í faðmi fjölskyldunnar,“ eins og nú heyrist æ oftar í dánartilkynningum. Svona elliár eru stundum kölluð „heilbrigð öldrun,“ „eðlileg öldrun“ eða hreinlega „farsæl öldrun“. Við sem erum með heilbrigðismenntun af ýmsum toga höfum mörg hver kynnst þessum skilgreiningum í námsefni okkar. En ef til er fyrirbærið „farsæl öldrun” – þá hlýtur líka að vera til „ófarsæl öldrun“. Og samkvæmt fyrri skilgreiningu einkennist hún af veikindum, færniskerðingu og þörf fyrir aðstoð við daglegt líf. Einhvern veginn hefur mér alltaf fundist að inni í þessum fræðum leynist ásökun í garð þessarra ófarsælu gamalmenna. Og síst hefur dregið úr henni nú orðið, þegar æ fleiri verða háaldraðir – og þar með fjölgar enn þessum ófarsælu einstaklingum. Nú eru þeir líka farnir að svíkjast um að deyja. Og eitthvað kostar þetta. Enda vantar síst upp á að menn láti í ljós sárar áhyggjur á opinberum vettvangi yfir sívaxandi útgjöldum til heilbrigðisþjónustu almennt, og þá ekki síst í öldrunarþjónustu. Minni kynslóð er lýst sem holskeflu, því við erum svo mörg og þar sem við fengum getnaðarvarnir í vöggugjöf eru yngri kynslóðirnar sem eiga að annast okkur í ellinni ekki eins fjölmennar. Tilefni þessarrar hugleiðingar minnar eru blaðaskrif vegna dauðsfalls aldraðrar konu á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, en krufning að kröfu ættingja mun hafa leitt í ljós að hún dó vegna þess að matur stóð í henni, hún var ein og gat ekki náð í hjálp. Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta mál, enda þekki ég hvorki heimilið, konuna né aðstandendur hennar. Hins vegar brá mér aðeins við þegar ég las viðtal við kollega minn hjúkrunarstjórann á Nesvöllum. Ekki vegna þess sem hún sagði, heldur vegna þess sem hún sagði ekki. Þegar ungir menn styttu sér aldur inni á geðdeild LSH fyrir ekki svo löngu datt engum sem við var rætt í hug annað en að taka fram skýrt og greinilega eitthvað á þessa leið: Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við munum fara yfir alla verkferla…. og fleira í þeim dúr. Hefur þó síst vantað á að kvartað sé undan fordómum í samfélaginu í garð fólks með geðraskanir. En þegar gömul kona deyr á hjúkrunarheimili er ekkert slíkt sagt. Eða – svo allrar sanngirni sé gætt – hafi það verið sagt þá var það ekki birt í blaðinu. Ekki hefur þetta mál þótt svo merkilegt að fjallað hafi verið um það í öðrum miðlum – ólíkt því sem gerist þegar aðrir aldurshópar eiga í hlut. Því miður verð ég að játa að ekkert af þessu kemur mér á óvart. Hvorki það að atburðir sem þessi eigi sér stað né heldur að viðbrögðin séu með allt öðrum hætti heldur en þegar í hlut eiga yngri einstaklingar – og það þótt þeir komi úr hópum sem glíma við fordóma samfélagsins. Já, fordóma, vissulega. En greinilega ekki eins víðtæka, útbreidda og djúpstæða fordóma eins og veikir aldraðir einstaklingar sem þurfa verulega mikla þjónustu til að komast í gegnum daginn sinn. Ég tala nú ekki um ef að þeir eru með heilabilun, þá fyrst tekur steininn úr. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við að aðstoða gamalt fólk með heilabilun hefur iðulega sagt í mín eyru: Ég vil láta stytta mér aldur ef þetta kemur fyrir mig. Allt í lagi. Hver og einn á rétt á að hafa sína afstöðu fyrir sjálfan sig. En þegar þessi afstaða fylgir manni inn í vinnudaginn, hvernig á þá, í fullri alvöru talað, að búast við að fólki sé sýnd sú virðing og sú virka aðstoð við að lifa sem bestu lífi þrátt fyrir veikindi, skerðingar, heilabilun og aðra algenga fylgifiska ellinnar? Fólk með verulegar fatlanir, þar á meðal þroskaskerðingu sem hefur í för með sér skerta vitræna getu, býr við allt önnur réttindi, bæði hvað varðar þjónustu og almenn mannréttindi, en gamalt veikt fólk. Óbirt meistararitgerð sýnir raunar að gamalt fólk sem er lokað inni á „sérdeildum” (les: læstum deildum) fyrir fólk með heilabilun nýtur minni lagaverndar og mannréttinda en allir aðrir hópar sem eru læstir inni á Íslandi. Gamalt veikt fólk sem ekkert hefur til saka unnið annað en að hafa fengið heilabilunarsjúkdóm nýtur minni lagaverndar og réttinda en, ja, til dæmis morðingi. Þess vegna raðmorðingi, ef einhver slíkur væri hér á landinu okkar grábrúna. Já, og ég er ekki að tala gegn því að mannréttinda þeirra sé gætt. Bara svo það sé sagt. Þegar hér er komið máli mínu er rétt að ég taki það fram að samkvæmt minni reynslu vilja flestir sem starfa við öldrunarþjónustu gera vel við notendur þjónustunnar. Líklega er það algengasta ástæða þess að fólk endist í starfi sem er erfitt, illa launað, og sem nýtur minna en engrar virðingar í samfélaginu. Ég ætla ekki að hafa eftir hér hvað við erum oftast spurð um varðandi starfið – jafnvel í fínum fermingarveislum hjá prúðu fólki. Víst er að það eru ekki spurningar um hvort það sé ekki gefandi að sinna gömlu veiku fólki, ekki spurningar um samskipti, ekki spurningar um mannlega reisn. Og þarna er komið það sem ég vildi helst segja: Fordómarnir gegnsýra allt samfélag okkar, og ekkert sérstaklega hér á Íslandi, heldur víðast hvar á Vesturlöndum og mögulega enn víðar. Aldraðir sjálfir hafa þessa fordóma. Ástvinir þeirra hafa þessa fordóma. Ástæða fordómanna er ekki illska. Ástæðan er ótti. Ótti við eigin öldrun, mögulega hrörnun og veikindi, ótti við dauðann. Það er eðlilegt og mannlegt. En ég leyfi mér að gera þá kröfu til siðmenntaðs fólks að það horfist í augu við þennan ótta, viðurkenni að það er sjálft dauðlegt og á engan hátt undanþegið þeim möguleika að geta fengið hvers kyns sjúkdóma, já, meira að segja heilabilun! Meðan við ekki gerum það munum við halda áfram að líta – ómeðvitað – á gamalt veikt fólk sem fólk sem hefur svikist um að ná markmiðinu „farsæl öldrun“. Það eru sem betur fer til fleiri og mannlegri skilgreiningar á því hvað er farsæl öldrun. Skilgreiningar sem gera ráð fyrir að farsæl öldrun sé möguleg þrátt fyrir sjúkleika og færniskerðingu. Jafnvel heilabilun. Slíkar skilgreiningar gera ráð fyrir að farsæl öldrun felist helst í góðri aðlögun að breytingunum sem fylgja öldrun (eins og öðrum þroskaskeiðum mannsævinnar). En þessi aðlögun er bara svo miklu miklu erfiðari meðan allt samfélagið krefst þess af gömlu fólki að það haldi áfram með einhverjum dularfullum hætti að vera eins og það sé ennþá, ja, ekki mikið eldra en svona 65 ára. Og laust við sjúkdóma, nema hvað! Annars er það svo erfitt, dýrt í rekstri, byrði á öllum – og svo mikil ógnun. Í dag þú, á morgun ég.Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það gerast engin undur þótt gamalmenni deyi, það gerist ekki neitt, þótt fölnað laufblað falli, þótt feigðarinnar kalli sé gegnt af gamalmennum. Þau gleymast yfirleitt.Svo orti skáldið Kristján frá Djúpalæk, mögulega kringum miðja síðustu öld. Þá þýddi hugtakið „gamalmenni“ 70 ára og eldri. Í dag dettur engum í hug að kalla sig gamalmenni sjötuga manneskju, enda búast flestir við að lifa miklu lengur. Í hinni „fögru nýju veröld“ sem við teljum okkur lifa í gera sömuleiðis flestir ráð fyrir því að halda góðri heilsu, hafa þokkalegar tekjur og að geta almennt „notið elliáranna“. Ef menn leiða huga að eigin dauðdaga er það oftast á þeim nótum að látast skyndilega, t.d. við uppáhaldsiðju af einhverjum toga, ellegar eftir (ör)stutt veikindi, „í faðmi fjölskyldunnar,“ eins og nú heyrist æ oftar í dánartilkynningum. Svona elliár eru stundum kölluð „heilbrigð öldrun,“ „eðlileg öldrun“ eða hreinlega „farsæl öldrun“. Við sem erum með heilbrigðismenntun af ýmsum toga höfum mörg hver kynnst þessum skilgreiningum í námsefni okkar. En ef til er fyrirbærið „farsæl öldrun” – þá hlýtur líka að vera til „ófarsæl öldrun“. Og samkvæmt fyrri skilgreiningu einkennist hún af veikindum, færniskerðingu og þörf fyrir aðstoð við daglegt líf. Einhvern veginn hefur mér alltaf fundist að inni í þessum fræðum leynist ásökun í garð þessarra ófarsælu gamalmenna. Og síst hefur dregið úr henni nú orðið, þegar æ fleiri verða háaldraðir – og þar með fjölgar enn þessum ófarsælu einstaklingum. Nú eru þeir líka farnir að svíkjast um að deyja. Og eitthvað kostar þetta. Enda vantar síst upp á að menn láti í ljós sárar áhyggjur á opinberum vettvangi yfir sívaxandi útgjöldum til heilbrigðisþjónustu almennt, og þá ekki síst í öldrunarþjónustu. Minni kynslóð er lýst sem holskeflu, því við erum svo mörg og þar sem við fengum getnaðarvarnir í vöggugjöf eru yngri kynslóðirnar sem eiga að annast okkur í ellinni ekki eins fjölmennar. Tilefni þessarrar hugleiðingar minnar eru blaðaskrif vegna dauðsfalls aldraðrar konu á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, en krufning að kröfu ættingja mun hafa leitt í ljós að hún dó vegna þess að matur stóð í henni, hún var ein og gat ekki náð í hjálp. Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta mál, enda þekki ég hvorki heimilið, konuna né aðstandendur hennar. Hins vegar brá mér aðeins við þegar ég las viðtal við kollega minn hjúkrunarstjórann á Nesvöllum. Ekki vegna þess sem hún sagði, heldur vegna þess sem hún sagði ekki. Þegar ungir menn styttu sér aldur inni á geðdeild LSH fyrir ekki svo löngu datt engum sem við var rætt í hug annað en að taka fram skýrt og greinilega eitthvað á þessa leið: Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við munum fara yfir alla verkferla…. og fleira í þeim dúr. Hefur þó síst vantað á að kvartað sé undan fordómum í samfélaginu í garð fólks með geðraskanir. En þegar gömul kona deyr á hjúkrunarheimili er ekkert slíkt sagt. Eða – svo allrar sanngirni sé gætt – hafi það verið sagt þá var það ekki birt í blaðinu. Ekki hefur þetta mál þótt svo merkilegt að fjallað hafi verið um það í öðrum miðlum – ólíkt því sem gerist þegar aðrir aldurshópar eiga í hlut. Því miður verð ég að játa að ekkert af þessu kemur mér á óvart. Hvorki það að atburðir sem þessi eigi sér stað né heldur að viðbrögðin séu með allt öðrum hætti heldur en þegar í hlut eiga yngri einstaklingar – og það þótt þeir komi úr hópum sem glíma við fordóma samfélagsins. Já, fordóma, vissulega. En greinilega ekki eins víðtæka, útbreidda og djúpstæða fordóma eins og veikir aldraðir einstaklingar sem þurfa verulega mikla þjónustu til að komast í gegnum daginn sinn. Ég tala nú ekki um ef að þeir eru með heilabilun, þá fyrst tekur steininn úr. Heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur við að aðstoða gamalt fólk með heilabilun hefur iðulega sagt í mín eyru: Ég vil láta stytta mér aldur ef þetta kemur fyrir mig. Allt í lagi. Hver og einn á rétt á að hafa sína afstöðu fyrir sjálfan sig. En þegar þessi afstaða fylgir manni inn í vinnudaginn, hvernig á þá, í fullri alvöru talað, að búast við að fólki sé sýnd sú virðing og sú virka aðstoð við að lifa sem bestu lífi þrátt fyrir veikindi, skerðingar, heilabilun og aðra algenga fylgifiska ellinnar? Fólk með verulegar fatlanir, þar á meðal þroskaskerðingu sem hefur í för með sér skerta vitræna getu, býr við allt önnur réttindi, bæði hvað varðar þjónustu og almenn mannréttindi, en gamalt veikt fólk. Óbirt meistararitgerð sýnir raunar að gamalt fólk sem er lokað inni á „sérdeildum” (les: læstum deildum) fyrir fólk með heilabilun nýtur minni lagaverndar og mannréttinda en allir aðrir hópar sem eru læstir inni á Íslandi. Gamalt veikt fólk sem ekkert hefur til saka unnið annað en að hafa fengið heilabilunarsjúkdóm nýtur minni lagaverndar og réttinda en, ja, til dæmis morðingi. Þess vegna raðmorðingi, ef einhver slíkur væri hér á landinu okkar grábrúna. Já, og ég er ekki að tala gegn því að mannréttinda þeirra sé gætt. Bara svo það sé sagt. Þegar hér er komið máli mínu er rétt að ég taki það fram að samkvæmt minni reynslu vilja flestir sem starfa við öldrunarþjónustu gera vel við notendur þjónustunnar. Líklega er það algengasta ástæða þess að fólk endist í starfi sem er erfitt, illa launað, og sem nýtur minna en engrar virðingar í samfélaginu. Ég ætla ekki að hafa eftir hér hvað við erum oftast spurð um varðandi starfið – jafnvel í fínum fermingarveislum hjá prúðu fólki. Víst er að það eru ekki spurningar um hvort það sé ekki gefandi að sinna gömlu veiku fólki, ekki spurningar um samskipti, ekki spurningar um mannlega reisn. Og þarna er komið það sem ég vildi helst segja: Fordómarnir gegnsýra allt samfélag okkar, og ekkert sérstaklega hér á Íslandi, heldur víðast hvar á Vesturlöndum og mögulega enn víðar. Aldraðir sjálfir hafa þessa fordóma. Ástvinir þeirra hafa þessa fordóma. Ástæða fordómanna er ekki illska. Ástæðan er ótti. Ótti við eigin öldrun, mögulega hrörnun og veikindi, ótti við dauðann. Það er eðlilegt og mannlegt. En ég leyfi mér að gera þá kröfu til siðmenntaðs fólks að það horfist í augu við þennan ótta, viðurkenni að það er sjálft dauðlegt og á engan hátt undanþegið þeim möguleika að geta fengið hvers kyns sjúkdóma, já, meira að segja heilabilun! Meðan við ekki gerum það munum við halda áfram að líta – ómeðvitað – á gamalt veikt fólk sem fólk sem hefur svikist um að ná markmiðinu „farsæl öldrun“. Það eru sem betur fer til fleiri og mannlegri skilgreiningar á því hvað er farsæl öldrun. Skilgreiningar sem gera ráð fyrir að farsæl öldrun sé möguleg þrátt fyrir sjúkleika og færniskerðingu. Jafnvel heilabilun. Slíkar skilgreiningar gera ráð fyrir að farsæl öldrun felist helst í góðri aðlögun að breytingunum sem fylgja öldrun (eins og öðrum þroskaskeiðum mannsævinnar). En þessi aðlögun er bara svo miklu miklu erfiðari meðan allt samfélagið krefst þess af gömlu fólki að það haldi áfram með einhverjum dularfullum hætti að vera eins og það sé ennþá, ja, ekki mikið eldra en svona 65 ára. Og laust við sjúkdóma, nema hvað! Annars er það svo erfitt, dýrt í rekstri, byrði á öllum – og svo mikil ógnun. Í dag þú, á morgun ég.Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun