Verðbólgan lækki og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 10:24 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur