Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Ari Brynjólfsson skrifar 15. maí 2019 07:15 Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Fréttablaðið/Valli Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. Líkt og greint var frá í gær gagnrýndi Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, málflutning „Hóps um örugg matvæli“. Benti hann á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar væru einnig stórtækir kjötinnflytjendur. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði Ólafur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf draga ranga ályktun. „Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ segir Steinþór. „Innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.“ Hann segir þær afurðastöðvar sem hann þekki til stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Mikilvægt sé að innlend stjórnvöld móti stefnu og geri kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. Líkt og greint var frá í gær gagnrýndi Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, málflutning „Hóps um örugg matvæli“. Benti hann á þá staðreynd að nokkrir af aðstandendum auglýsingaherferðarinnar væru einnig stórtækir kjötinnflytjendur. „Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur,“ sagði Ólafur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir Ólaf draga ranga ályktun. „Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ segir Steinþór. „Innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.“ Hann segir þær afurðastöðvar sem hann þekki til stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði. Mikilvægt sé að innlend stjórnvöld móti stefnu og geri kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt í ljósi þess að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu ein helsta heilsufarsógn mannkyns. „Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira