Fjölskylda Gísla Þórs heyrði fyrst í dag af 40 mínútna bið sjúkraflutningamanna Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 18:45 Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í rúmlega 30 kílómetra fjarlægð frá Mehamn. Vísir/Gvendur Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram. Manndráp í Mehamn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram.
Manndráp í Mehamn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira