Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2019 17:00 Skiptifarþegum fækkað sérstaklega mikið í Keflavík eftir fall Wow air. Fréttablaðið/Anton Brink Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Rúmlega fjórðungsfækkun var á farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það var fyrsti mánuðurinn eftir gjaldþrot WOW air í lok mars. Skiptifarþegum sem fóru um flugvöllinn fækkaði um helming á milli ára, samkvæmt tölum Isavia. Alls fóru 474.519 farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl. Það var 27% fækkun frá því í apríl í fyrra þegar 649.973 fóru um völlinn. Rúm 2,1 milljón farþega hefur farið um flugvöllinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, rúmlega 300.000 færri en á sama tímabili í fyrra. Stærsti hluti fækkunarinnar er vegna samdráttar í skiptifarþegum á milli ára. Þannig voru skiptifarþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll rúmlega 253 þúsund í apríl í fyrra en rúmlega 119 þúsund í ár. Það er fækkun um 52% á milli ára. Á sama tíma fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4%. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist fækkunin helst af þeirri staðreynd að stór hluti af farþegum Wow air hafi verið skiptifarþegar. Í farþegaspá Isavia fyrir þetta ár sem var gefin út fyrir fall WOW air hafi þegar verið gert ráð fyrir fækkun skiptifarþega miðað við árið 2018. Það hafi verið vegna fækkunar áfangastaða og flugvéla WOW air. Í talningu Ferðamálastofu og Isavia fyrir apríl, sem nær ekki til flestra skiptifarþega, sem birt var í síðustu viku kom fram að brottförum erlendra farþega frá landinu fækkaði um 18,5% á milli ára. Erlendum farþegum hafi fækkað um 7,9% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ferðum Íslendinga um völlinn fjölgaði engu að síður um 15,4% í apríl samkvæmt þeim tölum. Frá áramótum hefur brottförum Íslendinga þó fækkað um 1,8%.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira