Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 18:15 Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira