Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 09:59 Rapparinn og leikarinn Pras. getty/Vincent Sandoval Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira