Blindgata Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. maí 2019 07:45 Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun