Guðmundur Andri furðar sig á ofgnótt umfjöllunar RÚV um Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 09:08 Guðmundur Andri er orðinn þreyttur á endalausri umfjöllun RÚV um Eurovision. Og spyr hvort ekki megi beina fé og atgervi að öðrum og þarfari verkefnum. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað." Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað."
Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira