Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 08:00 Guðný Jenny verður ekkert meira með. vísir/vilhelm Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“ Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira