Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 21:27 Umferðinni er núna beint framhjá kaflanum sem verið er að breikka. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Skammt austan Hveragerðis er umferð á hringveginum núna beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er breikkun tveggja og hálfs kílómetra kafla milli Varmár og Gljúfurholtsár auk lagningar nýrra hliðarvega til að fækka gatnamótum úr sveitinni.Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóri hjá ÍAV.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um þrjátíu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu verkið um síðustu áramót og miðar vel, að sögn verkstjórans, Ágústs Jakobs Ólafssonar. Þeir séu í sumum verkþáttum á eftir áætlun en verði á endanum á réttum tíma. Vegagerð ofan í fjölförnum hringveginum getur þó verið vandasöm, eins og hér í Ölfusi. Umferðin trufli vinnuna aðeins, eins og þegar þurfi að þvera veginn til að sækja efni, segir Ágúst.Vegarkaflinn er skammt austan við Hveragerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og núna er byrjað að breikka sjálfan hringveginn í tveir plús einn veg. Á meðan þarf að beina umferðinni annað. Hún er núna sett á svokallaðan Ölfusveg, sem verður nýr innansveitarvegur. Myndband frá Vegagerðinni sýnir hvernig hringvegurinn um Ölfus kemur til með að líta út þegar heildarverkinu lýkur, væntanlega árið 2022. Þessum fyrsta áfanga á hins vegar að ljúka í haust og þá finna vegfarendur muninn, eins og verkstjórinn lýsir í viðtalinu í frétt Stöðvar 2: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Skammt austan Hveragerðis er umferð á hringveginum núna beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er breikkun tveggja og hálfs kílómetra kafla milli Varmár og Gljúfurholtsár auk lagningar nýrra hliðarvega til að fækka gatnamótum úr sveitinni.Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóri hjá ÍAV.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um þrjátíu starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hófu verkið um síðustu áramót og miðar vel, að sögn verkstjórans, Ágústs Jakobs Ólafssonar. Þeir séu í sumum verkþáttum á eftir áætlun en verði á endanum á réttum tíma. Vegagerð ofan í fjölförnum hringveginum getur þó verið vandasöm, eins og hér í Ölfusi. Umferðin trufli vinnuna aðeins, eins og þegar þurfi að þvera veginn til að sækja efni, segir Ágúst.Vegarkaflinn er skammt austan við Hveragerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og núna er byrjað að breikka sjálfan hringveginn í tveir plús einn veg. Á meðan þarf að beina umferðinni annað. Hún er núna sett á svokallaðan Ölfusveg, sem verður nýr innansveitarvegur. Myndband frá Vegagerðinni sýnir hvernig hringvegurinn um Ölfus kemur til með að líta út þegar heildarverkinu lýkur, væntanlega árið 2022. Þessum fyrsta áfanga á hins vegar að ljúka í haust og þá finna vegfarendur muninn, eins og verkstjórinn lýsir í viðtalinu í frétt Stöðvar 2:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45
Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins. 13. nóvember 2018 21:00