Átak til eflingar lýðheilsu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2019 14:45 Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd afgreiddi í gær aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast. Aðgerðaráætlun ráðherra sem fylgdi málinu var í grunninn afar góð, en ég tel að nú sé búið að útfæra hana enn betur. Áætlað er að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að efla matvælaöryggi frá því sem nú er, að tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Sú áætlun fór í samráð áður en málið kom til Alþingis og var aðgerðum bætt við eftir það samráð. Við þinglega meðferð málsins kom betur í ljós hversu mikil ógn er fólgin í sýklalyfjaónæmi. Það er í rauninni eitt af stóru heilbrigðismálum 21. aldarinnar. Ef fram heldur sem horfir og sýklalyfjaónæmi breiðist út, þá munu sjúkdómar sem læknavísindin höfðu kveðið niður verða á ný stórhættulegir. Um þetta eru allar alþjóðastofnanir sammála sem um það hafa fjallað. Frystiskyldan sem slík dregur ekki úr sýklalyfjaónæmi. En vegna þess hve innflutningur af kjöti hefur aukist hratt síðustu ár þá tel ég að það sé tími til kominn að grípa til aðgerða. Þess vegna hefur verið ákveðið að setja ofurbakteríur í matvælum á dagskrá með skýrari hætti en hefur verið gert. Ríkisstjórnin kynnti afar skýrar og metnaðarfullar aðgerðir í þeim efnum í dag. Ísland á vera í fararbroddi í aðgerðum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, og koma þarf í veg fyrir að ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmis berist hingað til lands með matvælum og svo framvegis. Ljóst er að frystiskyldan varðar lýðheilsu landsins þegar kemur að kampýlóbakter í alifuglakjöti. Eftir afnám hennar þurfa innflutningsaðilar að framvísa vottorði um að ekki hafi greinst kampýlóbakter í alifuglakjöti sem þeir hyggjast setja á markað hér á landi. Hið sama mun gilda um salmónellu í alifuglakjöti. Einnig er unnið að því að fá sambærilegar tryggingar í nauta- og svínakjöti. Þannig mun matvælaöryggi verða betra eftir afnám frystiskyldunnar heldur en fyrir hvað varðar þessa sjúkdóma. Það sem einnig er lykilatriði, er að þessu sinni verða þær varnir löglegar.Samkeppnisstaða landbúnaðar Samkeppnisstaða landbúnaðar er viðvarandi verkefni. Þar tel ég grundvallaratriði að íslensk matvælaframleiðsla keppi við innflutta á sanngjarnan hátt. Taka verður á merkingum matvæla en það er óþolandi ástand þegar öllum brögðum er beitt til þess að fela raunverulegan uppruna matvæla, með smáu letri og slíkum æfingum. Sú vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu í samstarfi við hagsmunaaðila. Þá tel ég að rannsóknir og nýsköpun séu lykilatriði til þess að standa vörð um samkeppnishæfni íslenskra bænda. Bæta verður við fjármunum í þá sjóði sem snúa að landbúnaði og hugsanlega þarf að yfirfara hvernig þeim er best beitt. Þannig verði leyst úr læðingi sá kraftur og sköpunargleði sem býr í íslenskum bændum. Greina þarf þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi gagnvart landbúnaði og þær kröfur sem við leggjum á framleiðendur hérlendis og máta við þær kröfur sem eru gerðar erlendis. Þar má nefna aðbúnað dýra, tollavernd og lyfjanotkun. Þannig þurfum við að ná betri yfirsýn yfir það sem hefur gerst síðustu áratugi og hvernig við náum best að sækja fram. Ég tel að með því að afgreiða þessi tvö mál séum við að stíga fram á veginn. Við deilum ekki við dómarann. Við setjum metnaðarfull markmið í því hvernig við ætlum að vera í fremstu röð í matvælaöryggi.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun