Hæðin háir ekki þeim smávaxnasta í Arsenal liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 14:00 Lucas Torreira er ekki hár í loftinu. Getty/Julian Finney Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira. Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira.
Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira