Sýrlandsstjórn talin fremja stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 22:21 Sprengjuárásir á sjúkrahús í Idlib. getty/Huseyin Fazil Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“ Bretland Sýrland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“
Bretland Sýrland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira