Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2019 20:45 Hún var smíðuð árið 1937 og er tæplega 82 ára gömul. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands. Sjá mátti lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Lending þessa þrists í Reykjavík markar tímamót því aldrei í sögunni hefur svo gamalli flugvél verið flogið yfir úthafið til Íslands. Hún er með elstu flughæfu DC 3-vélum heims, var smíðuð árið 1937 og telst 81 árs og sjö mánaða gömul. Flugsögusérfræðingarnir Baldur Sveinsson og Pétur P. Johnson telja jafnframt að með þessari ferð verði þessi vél sú elsta til að fljúga yfir Atlantshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu.Stélhjólið að síga niður eftir þessa sögulegu lendingu, sem var klukkan 17.10.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er ennfremur sá þristur heims sem hefur flesta flugtíma að baki, eða um 92 þúsund stundir. Það jafngildir því að hún hafi verið í loftinu samtals í meira en tíu ár og flogið vegalengd sem nemur 660 hringferðum umhverfis jörðina eða 34 ferðum til tunglsins. Hún var upphaflega smíðuð fyrir bandaríska flugfélagið Eastern Airlines og lengst af notuð sem farþegaflugvél. Hún er núna merkt bandaríska hernum sem nýtti hana þó aðeins um skamman tíma á stríðsárunum.Flugmennirnir veifuðu til viðstaddra þegar þeir óku inn á flugvélastæðið.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins biðu þessa öldungs íslenski þristurinn Páll Sveinsson, árgerð 1943, og annar bandarískur stríðsáraþristur, árgerð 1941, sem lenti í gærkvöldi. Sá flýgur áfram til Evrópu um klukkan níu í fyrramálið en sá sem kom í dag verður í Reykjavík fram á fimmtudag. Þeir eru jafnframt tveir þeir síðustu sem fljúga frá Bandaríkjunum um Ísland til að taka þátt í athöfnum vegna 75 ára afmælis innrásarinnar í Normandí þann 6. júní.Þetta eru tveir síðustu þristarnir af fjórtán á leið yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Sá sem er fjær fer frá Reykjavík á morgun en hinn á fimmtudag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En veislunni er ekki lokið. Vélarnar fjórtán eiga allar aftur eftir að millilenda á Íslandi þegar þær fara að tínast aftur heim vestur til Bandaríkjanna, á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Næsti þristur verður elsta flugvél sögunnar til að komast til Íslands DC 3-vélin, sem fór í loftið frá Narsarsuaq á Grænlandi núna í hádeginu, verður elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands, þegar hún lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis, tæplega 82 ára gömul. Hún er jafnframt sá þristur sem mestan flugtíma á að baki. 28. maí 2019 13:49
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15