Landsbankinn og Arion innkalla endurskinsmerki vegna hættulegra efna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 14:38 Í tilkynningu sem Arion banki og Landsbankinn sendu frá sér eru viðskiptavinir beðnir afsökunar. Landsbankinn Landsbankinn og Arion banki hafa innkallað endurskinsmerki að beiðni Umhverfisstofnunar vegna þess að þau innihalda hættuleg efni í meiri styrk sen leyfilegt er. Foreldrar og forráðamenn barna sem fengu endurskinsmerkin að gjöf eru beðnir um að hætta notkun þeirra.Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Efnagreiningar sem UST lét gera á ýmsum endurskinsmerkjum leiddu í ljós að efnin kadmíum, bis(2-ethylhexyl), phthalate (DEHP) og keðjustutt klóruð paraffín (SCCP) mældust yfir leyfilegum mörkum. Á meðal kynningarvara Arion banka voru sambærileg merki frá sama framleiðanda sem ekki voru send til efnagreiningar. Þegar niðurstöður lágu fyrir hafði Umhverfisstofnun samband við bankana og sameiginlegan framleiðanda þeirra, Trix vöruþróun. Öll fyrirtækin brugðust við með innköllun á merkjunum sem um ræðir. Foreldrar og forráðamenn barna sem fengið hafa endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun vörunnar og skila þeim sem plasti í næstu endurvinnslustöð eða í næsta útibú bankans. Efnagreiningarnar eru liður í samnorrænu eftirlitsverkefni um efnainnihald kynningarvara. Val Umhverfisstofnunar á rannsóknarefni miðaðist við aðila sem næðu til fólks um land allt en sérstaklega var horft til kynningarvara fyrir yngri kynslóðir. Umhverfisstofnun fékk sýni af kynningarvörunum frá bönkunum og skimaði hluta varanna fyrir tilteknum áhættuþáttum. Skimunin var unnin með aðstoð starfsfólks Tollstjóra og tækjabúnaði í eigu þess embættis. Í kjölfar skimunarinnar voru valdar fjórar vörur sem sendar voru til efnagreininga. Í tilkynningu frá bæði Arionbanka og Landsbankanum eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á óþægindunum. Börn og uppeldi Innköllun Íslenskir bankar Neytendur Umhverfismál Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Landsbankinn og Arion banki hafa innkallað endurskinsmerki að beiðni Umhverfisstofnunar vegna þess að þau innihalda hættuleg efni í meiri styrk sen leyfilegt er. Foreldrar og forráðamenn barna sem fengu endurskinsmerkin að gjöf eru beðnir um að hætta notkun þeirra.Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Efnagreiningar sem UST lét gera á ýmsum endurskinsmerkjum leiddu í ljós að efnin kadmíum, bis(2-ethylhexyl), phthalate (DEHP) og keðjustutt klóruð paraffín (SCCP) mældust yfir leyfilegum mörkum. Á meðal kynningarvara Arion banka voru sambærileg merki frá sama framleiðanda sem ekki voru send til efnagreiningar. Þegar niðurstöður lágu fyrir hafði Umhverfisstofnun samband við bankana og sameiginlegan framleiðanda þeirra, Trix vöruþróun. Öll fyrirtækin brugðust við með innköllun á merkjunum sem um ræðir. Foreldrar og forráðamenn barna sem fengið hafa endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun vörunnar og skila þeim sem plasti í næstu endurvinnslustöð eða í næsta útibú bankans. Efnagreiningarnar eru liður í samnorrænu eftirlitsverkefni um efnainnihald kynningarvara. Val Umhverfisstofnunar á rannsóknarefni miðaðist við aðila sem næðu til fólks um land allt en sérstaklega var horft til kynningarvara fyrir yngri kynslóðir. Umhverfisstofnun fékk sýni af kynningarvörunum frá bönkunum og skimaði hluta varanna fyrir tilteknum áhættuþáttum. Skimunin var unnin með aðstoð starfsfólks Tollstjóra og tækjabúnaði í eigu þess embættis. Í kjölfar skimunarinnar voru valdar fjórar vörur sem sendar voru til efnagreininga. Í tilkynningu frá bæði Arionbanka og Landsbankanum eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á óþægindunum.
Börn og uppeldi Innköllun Íslenskir bankar Neytendur Umhverfismál Mest lesið Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira