Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 10:44 Hefðbundin vinna og matarskammtar, sem ríkið skaffar, dugar ekki til að lifa af í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17
Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40
Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34