Letti búsettur á Íslandi varð fyrir auðkennisþjófnaði í Bretlandi án þess að hafa komið þangað Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 20:42 Edmunds starfar hjá bílaleigunni Átak hér á landi. Aðsend Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita. Bretland Lettland Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita.
Bretland Lettland Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira