Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 15:07 Þingfundirnir hafa verið langir síðustu daga og staðið fram á nótt þar sem Miðflokksmenn hafa rætt þriðja orkupakkann. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot. Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.
Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira