Í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar segir jafnframt að starf Ármanns muni í framhaldinu „ einskorðast við uppbyggingu viðskiptatengsla, þróun viðskiptatækifæra og að styðja við áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi bankans í Bretlandi.“
Ármann segir í tilkynningunni að hann hafi ekki áhuga á því að sinna hinum „umtalsverðu stjórnunarlegu skyldum,“ sem fylgja forstjórastarfinu, til langframa.

Haft er eftir Marinó Erni, sem starfaði áður hjá Arion banka og forvera hans frá árinu 2002, að honum hafi þótt gefandi að starfi fyrir Kviku undanfarin tvö ár.
„Hjá Kviku starfar hópur öflugra starfsmanna sem verður gaman að starfa áfram með. Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja er að breytast og Kvika er í einstakri stöðu til þess að nýta tækifæri framtíðarinnar. Það er spennandi verkefni að halda áfram að byggja upp öflugt fjármálafyrirtæki með stjórn og starfsmönnum bankans,“ segir Marinó, sem er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.