Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:15 Nían, eins og Hegningarhúsið var kallað meðal þeirra sem þar dvöldu, var tekin úr notkun 1. júní 2016 og bíður yfirhalningar. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira