Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 23:15 Donald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One. Vísir/Getty Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir marga um að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera raunin á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.Fjallað er um málið á vef CNNþar sem rætt er við fimm ótilgreinda fyrrverandi og núverandi starfsmenn Trump sem lýsa því hversu erfitt það geti verið að ferðast um borð í Air Force One. Flugferðirnar á milli landa segja þeir vera verstar, þær geti teygt sig í tuttugu tíma, Fox News sé sé í gangi á öllum sjónvarpsstöðum allan tímann auk þess sem að ekki er gert ráð fyrir svefnaðstöðu fyrir starfsmennina.„Þetta er eins og að vera í varðhaldi,“ sagði einn þeirra í samtali við CNN um millilandaferðirnar. Ein slík stendur yfir núna en Trump hélt til Tokyo í Japan á föstudaginn. Fjórtán tíma flug beið Trump og fylgifiska hans og líklega hefur það ekki hjálpað stemmningunni um borð að Trump á nú í miklu stríði við demókrata á þingi, sem virðist fara mjög í taugarnar á honum.Sefur lítið sem ekkert Starfsmennirnir fyrrverandi og núverandi segja að Trump geri aðeins fjóra hluti um borð í Air Force One. Hann borði, horfii á sjónvarp eða lesi dagböð, ræði við starfsfólk eða hringi í vini og bandamenn heima fyrir til að ræða málin. Starfsmennirnir segja að það versta við flugferðirnar, sérstaklega þær sem séu í lengri kantinum, sé það að Trump sofi lítið sem ekkert þegar hann er um borð í flugvélinni.Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta.vísir/getty„Hann bara fer ekki að sofa,“ sagði einn viðmælandi CNN en í fréttinni kemur fram að í upphafi forsetatíðar Trump hafi starfsmenn sóst eftir því að fá að fara með í opinberar heimsóknir Trump. Nú reyni starfsmenn hins vegar að forðast það eins og hægt sé. Þeir sem ferðast með honum segja að í stað þess að sofa haldi hann endalausa fundi með starfsmönnum sínum og ekkert endilega um mikilvæg málefni. Stundum sé umræðuðuefnið íþróttir eða nýjasta slúðrið. Þá þreytist hann ekki á því að vekja starfsmenn í tíma og ótíma þurfi hann að ræða mikilvæg málefni. Í fréttinni segir að ekki sé mikið um svefnaðstöðu ef frá er skilin aðstaða fyrir forsetann og eiginkonu hans. Því reyni starfsmenn að sofna þar sem það er þægilegast, í sófa eða á gólfinu inni í fundarherbergi. Þá hafi reyndir starfsmenn gripið til þess ráðs að grípa með sér jóga-mottu í flugið, svo undirlagið á gólfinu verði mýkra.Lesa má frétt CNN hér.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira